HÓPHUGLEIÐSLA
Djúphljóðbylgju-hugleiðsla leidd af Vinnslunni listhóp.
Sunnudagur 7. febrúar / kl.11.00 / í Ráðhúsi Reykjavíkur
Leiðin og leitin að hinu sammannlega liggur í gegnum undirmeðvitundina og er hóphugleiðsla Vinnslunnar rannsóknarferðalag. Munu þau leiða þátttakendur í hugleiðslu ferðalag með því að spila ákveðnar hljóðbylgjur (binaural beats, solfeggio frequencies, Isotronic tones, alpha, delta, theta, og gamma bylgjur) í von um að fá svör frá undirmeðvitundinni. Hugleiðslan tekur 20 – 30 mínútur. Með því að taka þátt í þessari leiddu hóphugleiðslu gefst almenningi og hugleiðsluiðkendum kostur á að taka beinan þátt í sköpun á nýjasta sviðslistarverki Vinnslunnar auk þess að eiga endurnærandi upplifun með stórum hóp fólks sem getur margfaldað áhrifin.
Gott ef þátttakendur geta tekið með sér yogadýnu og/eða teppi.
ALLIR VELKOMNIR – FRÍTT INN