







Tæring
“Með lífið í augunum og dauðann í brjóstinu”
Sviðslistaverk byggt á sögu berklasjúklinga á síðustu öld. Verkið er sett upp á Hælinu í samvinnu við Leikfélag Akureyrar.
Leikstjóri: Vala Ómarsdóttir
Leikskáld: Vilhjálmur B. Bragason
Leikmynda- og búningahönnuður: Auður Ösp Guðmundsdóttir
Ljósmyndari og vídeólistakona: María Kjartansdóttir
Frumsamin tónlist: Biggi Hilmars
Leikarar: Birna Pétursdóttir, Árni Beinteinn, Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Stefán Gunnlaugsson, Sjöfn Snorradóttir, Ronja Sif Björk, Sigríður Birna Ólafsdóttir.
Að auki leika Karítas Auðunsdóttir, Theódór Árnason og aðstandendur verksins í vídeóverkum.
Hugmynd að verkefni og framleiðsla: María Pálsdóttir
Verkefnið er unnið í samvinnu við MAK.
Verkefnið hlaut styrk í aukaúthlutun Leiklistarráðs í vor og styrk úr Sóknaráætlun og er samstarfsverkefni Hælisins seturs um sögu berklanna og Leikfélags Akureyrar.